Tónleikaröð Skúla mennska Þórðarsonar í Tjöruhúsinu, hófst síðastliðinn sunnudag og mun standa yfir fram á laugardag, þann 4. ágúst. Tónleikaröðinni lýkur þá með heljarinnar dansleik í Tjöruhúsinu. Þetta er í þriðja árið í röð sem Skúli fagnar sjö sæludögum á Tjörunni, en hátíðin gengur þannig fyrir sig að Skúli spilar á hverju kvöldi í Tjöruhúsinu ásamt góðum gestum að borðhaldi loknu.
Skúli mennski Þórðarsson segir blaðamanni BB að þetta sé í þriðja sinn sem þessi tónleikaröð á sér stað. „Það er gestagangur hljómlistarmanna og svo hljómsveit á lokadansleik á laugardeginum. Þetta hefur gengið mjög vel, góð mæting og mikil skemmtun. Between Mountains spiluðu með mér og líka Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari. Svo mun Freyja spila með mér og Una Stef á fösudagskvöldið til dæmis. Þá verða óvæntir dagskrárliðir sem eru ekki auglýstir fyrirfram. Við lofum góðri skemmtun og allir eru velkomnir.“ segir Skúli mennski.
Aron Ingi
aron@bb.is