Sjávarútvegsmótaröðin í golfi

Helgin markar hápunkt golfsumarsins á Vestfjörðum, en þá lýkur Sjávarútvegsröðinni með H.G. mótinu. Mótið er tveggja daga mót, tvisvar sinnum 18 holur og keppt laugardag og sunnudag. Á morgun, sunnudag, verða úrslit ljós og nýr sigurvegari mótaraðarinnar kynntur. Núverandi meistari mótaraðarinnar og handafi farandbikarsins er Janus Pawel Duszak. Hann er jafnframt stigahæstur fyrir þetta lokamót með 6.341 stig, en næstur á eftir honum er Karl Ingi Vilbergsson með 5.119 stig og Baldur Ingi Jónasson er í þriðja sæti með 5.002 stig. Í kvennaflokki er Björg Sæmundsdóttir í fyrsta sæti fyrir mótið með 6.252 stig, Sólveig Pálsdóttir í öðru sæti með 5.400 stig og Valdís Hrólfsdóttir með 4.792 stig. Í fyrsta sæti með forgjöf er Shiran Þórisson.

Í dag, laugardag hófu 36 kylfingar leik í blíðskapar veðri, í sólskini og hægri vestan golu og hlýviðri. Boðið var upp á fiskisúpu eftir níu holur í boði Hraðfrystihússins Gunnvarar.

Á morgun, sunnudag, verður keppni haldið áfram og nýr meistari Sjávarútvegmóta raðarinnar verðlaunaður og síðan verður boðið upp á kvöldverð í golfskálanum í Tungudal.

Rétt er að taka því fram að Golfklúbbur Ísafjarðar rekur veitingastað í golfskálanum og eru allir velkomnir að kíkja við og kaupa sér hressingu á sanngjörnu verði.

Gunnar

 

DEILA