Þann 20 júní síðastliðinn breyttust lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, oft nefnd vinnuverndarlögin, á þann hátt að nú verður refsivert að stjórna vinnuvél án réttinda. Þetta er ekki stór breyting á lögunum en gerir það að verkum að hægt er að sekta fyrir að vinna á vinnuvél án réttinda. Sektarupphæð er ekki ákveðin í lögunum og því verður að kæra til lögreglu þá sem brjóta lögin og bíða síðan úrskurðar dómara um upphæð sektar. Sektin mun falla á þann einstakling sem kærður verður en ekki fyrirtæki. Vinnueftirlitið vill mynna á að eftir sem áður er atvinnurekandi ábyrgur fyrir öryggi og hollustuháttum á sínum vinnustað.
Vinnueftirlitið er þegar byrjað að framfylgja réttindaskyldunni og mun stofnunin kæra til lögreglu öll mál þar sem stjórnandi skráningarskyldrar vinnuvélar er án gildra vinnuvélaréttinda.
Sæbjörg
bb@bb.is