1150 manns mættu á kvikmyndina Mamma Mia: Here we go again í Ísafjarðarbíó miðvikudaginn 22. ágúst síðastliðinn.
Þetta er mesta aðsókn á kvikmynd í bíóinu síðan árið 2008, þegar fyrri myndin Mamma Mia var sýnd. Bæting á metinu eru heilar tvær manneskjur, en aðsóknartölur á þá mynd voru 1148 manns! Aðsóknin á dögunum er því mesta aðsókn síðan Titanic var sýnd árið 1997. Vinsælustu myndir síðan 1970 í Ísafjarðarbíó má sjá hér að neðan:
1. 1.544. Arnarborgin sýnd 1971 og aftur 1977
2. 1.541. Grease sýnd 1979 og aftur 1981
3. 1.482. Dalalíf sýnd 1984
4. 1.390. Titanic sýnd 1997
5. 1.197. Húsið sýnd 1983
6. 1.195. Nýtt Líf sýnd 1983
7. 1.184. Með allt á hreinu sýnd 1983
8. 1.171. Útlaginn sýnd 1981
9. 1.150. Mamma Mia 2 sýnd 2018
10. 1.148 Mamma Mia sýnd 2008
Svo eru margar góðar kvikmyndir þar rét fyrir neðan, með yfir eða undir 1000 manns í aðsókn og eru nokkur dæmi um þær hér
Funny People 1981 – King Kong 1978.
E.T. 1983 – Star wars 1979.
Saturday Night Fever 1979 – Harry Potter 2001
Óðal Feðranna 1980 – Harry Potter 2. 2002
Aron Ingi
aron@bb.is