Miðvikudagskvöldið 22. ágúst næskomandi verða tónleikar með Bandarísku söngkonunni Lori Kelley í Húsinu á Ísafirði. Tónleikarnir eru liður í ferðalagi Lori til Íslands en hún mun taka þátt í Melodica tónlistarhátíðinni dagana 23. -25. ágúst næstkomandi í Reykjavík. Lori hefur komið áður til Íslands og hefur meðal annars spilað á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður.
Lori Kelley er söngvari og söngskáld frá Washington sem hefur spilað á fjölda tónlistarhátíða víðsvegar um Bandaríkin. Hún hefur spilað lengi vel með hljómsveit sinni Lori Kelley and the Twice Shy. Lori hefur einnig spilað lengi með Cletus Kennelly og er dúettinn þeirra kallaður Cletus og Lori. Saman hafa þau unnið 13 WAMMIE verðlaun, en WAMMIE er skammstöfun fyrir Washington Area Music Association Awards. Meðal verðlauna sem þau hafa unnið er bestu lagahöfundar og besta alþýðutónlistar dúett.
Það er því um að gera að láta þessa tónleika á Húsinu ekki framhjá sér fara og hvetjum við áhugasama um að kynna sér málið betur.
Aron Ingi
aron@bb.is