Hér er samantekt af því helsta sem gerðist í viku 34 við vinnu Dýrafjarðarganga.
Í viku 34 voru grafnir 68,2 m í göngunum. Lengd ganganna í lok viku 34 var 3.397,6 m sem er 64,1 % af heildarlengd ganganna. Framan af vikunni var kubbaberg í þekju og niður á vegg, það færðist rólega niður eftir sniðinu, farið var í gegnum þunnan berggang í vikunni. Efnið úr göngunum var keyrt í vegfyllingar við Hófsá. Efra burðarlagi var keyrt í tengiveginn að Hrafnseyri, bráðbirgðavegur var fluttur yfir á Hrafnseyrarveg og vegfylling þá framlengd í framhaldinu að tengingunni.
Nyrðri sökkull Mjólkárbrúar var steyptur, slegið frá og búnaður fluttur að Hófsá, þar er búið að slá upp fyrir syðri sökkli og áformað að steypa í dag mánudag 27. ágúst. Vegur í Dýrafirði, unnið við skeringu og vegfyllingu frá Kjaransstaðanámu inn fjörðinn á sunnudag var vegfylling komin í st. 10.320 og uppúrtekt og botnfylling komin að st. 10.200.
Sæbjörg
bb@bb.is