Hafís hjá Sæluskeri

Ísjakinn hjá Sælukeri. Myndina tók Guðlaugur Gíslason af sjó í gær.

Á sunnudaginn sagði Jón Guðjónsson í Litlu-Ávík í Árneshreppi frá því að nokkuð stór borgarísjaki væri um það bil sex km NNV af Reykjaneshyrnu og um það bil 18 km frá landi. Jakinn færðist vestar en virtist vera strandaður á svipuðum slóðum í gær.

Í gær sást svo aftur nýr ísjaki um sex km af Sæluskeri en um klukkan 9 í gærmorgun var hann fimm km austur af skerinu og virtist reka undan straumi á 2-3 km hraða. Jón skrifar að það sé óvenjulegt að straumur liggi þarna til vesturs því venjulega liggi straumurinn til austur eða suðausturs inn flóann.

Sæbjörg
bb@bb.is

DEILA