Andri Iceland heilsuþjálfi og Tanit Karolys jógakennari og markþjálfi munu halda fyrirlestur um kuldaþjálfun þann 31. ágúst í fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafirði. Fyrirlesturinn fer fram milli klukkan 16:00 og 18:00 og er aðgangseyrir 5.000 krónur. Umsjónarmenn fyrirlestrarins benda á að þátttakendur geti kannað möguleika á styrkjum hjá stéttarfélögum og fræðslusjóðum.
Cold Therapy eða kuldaþjálfun hefur verið notuð um aldaraðir, hjá munkum í Himalaya fjöllunum til leikskóla¬barna í Rússlandi, í þeim tilgangi að viðhalda hollum og heilbrigðum lífsstíl. Með þessari aðferð er verið að vekja athygli fólks hér á landi á þjálfuninni og kynna hvernig er hægt að komast strax inn að kjarna málsins, sem er sönn tenging við huga, líkama og sál. Á fyrirlestrinum verður farið yfir helstu ávinninga þess að nota kuldaþjálfun, ásamt fræðslu um hvað þarf að hafa í huga þegar byrjað er að stunda hana.
Fyrirlesturinn er fyrir alla sem vilja kynna sér kuldaþjálfun. Kuldaþjálfun er tilvalin fyrir alla sem vilja komast út úr þægindarammanum sínum og taka yfir stjórnina á eigin lífi. Kuldaþjálfun er líka öflugt tól til að vinna með þyngdarstjórnun, streitulosun, andlega heilsu og langvinna verki.
Aron Ingi
aron@bb.is