Frítt námskeið í félagastjórnun á Akureyri

Frá bronsleikum Völu Flosadóttur. Mynd: HHF.

Stjórnarfólki sambandsaðila Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) gefst kostur á að sækja námskeið í félagastjórnun sem haldið verður á Akureyri föstudaginn 7. september. Námskeiðið er ókeypis og haldið á ráðstefnunni Lýsu, sem áður hét Fundur fólksins. Ráðstefnan verður haldin í menningarhúsinu Hofi á Akureyri dagana 7. – 8. september.

Það eru Almannaheill sem standa fyrir og skipuleggja Lýsu en UMFÍ er aðili að Almannaheillum. Samtökin hafa fengið til liðs við sig Hildi T. Flóvenz, ráðgjafa hjá KPMG, til að hanna námskeiðið sem er sérstaklega ætlað stórnarfólki í almannaheillasamtökum. Markmiðið er að stjórnarfólk átti sig á hlutverki sínu og ábyrgð svo stýra megi félögum með faglegum hætti.

Yfirskrift námskeiðsins er hlutverk og ábyrgð stjórna félagasamtaka og er það haldið föstudagsmorguninn 7. september á milli klukkan 10:00 – 11:45.

Á námskeiðinu verður farið yfir eftirfarandi atriði:

Hlutverk stjórna sem heildar.
Hlutverk innan stjórna.
Ábyrgð stjórna.
Þróun stjórnarstarfs.

Að námskeiði loknu ættu þátttakendur að:

Þekkja hlutverk stjórna sem heildar.
Þekkja mismunandi hlutverk innan stjórna.
Þekkja ábyrgð sína sem stjórnarfólk.
Hafa öðlast þekking á þróun stjórnarstarfs.
Hámarksfjöldi eru 25 manns, fyrstur kemur fyrstur fær.

Helstu upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á vefsíðunni: http://www.lysa.is

Aron Ingi
aron@bb.is

DEILA