Dráttarvélin var föst þó járnplata hafi fokið – leiðrétting

Sjálf dráttarvélin og annað á vagninum var fast en hlutir af því fuku. Mynd: Erla Rut Sigurðardóttir.

BB fékk tölvupóst þar sem þess var óskað að því væri komið á framfæri að farmur hefði verið fastur þó hluti af honum hefði fokið en frá þessu var sagt í frétt þess efnis að akandi vegfarendur í Ísafjarðardjúpi hefðu fengið járnplötu inn um framrúðu hjá sér. Í athugasemdinni sem BB barst þá segir:

„Í fréttinni er það fullyrt að dráttarvélin hafi ekki verið vel fest á það farartæki sem flutti hana og það hafi orðið til þess að þakið af henni fauk af og það hafnað á framrúðu bifreiðar sem kom akandi úr gagnstæðri átt. Er þessu haldið fram án þess að nokkur gögn í málinu liggi fyrir um að vélin hafi ekki verið vel fest á það farartæki sem flutti hana. Hið rétta í málinu er það að dráttarvélin var kyrfilega fest niður með þar til gerðum búnaði sem ætlaður er til flutninga á tækjum sem þessum. Það að þak dráttarvélarinnar hafi fokið af henni í miklum vindi hefur ekkert með festingar á vélinni að gera. Meðfylgjandi eru myndir af því með hvaða hætti dráttarvélin var fest á pall bílsins sem flutti hana.“ Meðfylgjandi myndir eru frá Erlu Rut Sigurðardóttur.

þak fauk af í roki, ágúst 2018. Mynd: Erla Rut Sigurðardóttir. þak fauk af í roki, ágúst 2018. Mynd: Erla Rut Sigurðardóttir. þak fauk af í roki, ágúst 2018. Mynd: Erla Rut Sigurðardóttir. þak fauk af í roki, ágúst 2018. Mynd: Erla Rut Sigurðardóttir.

 

Alvarleiki málsins er þó enn mikill þó meginfarmurinn hafi verið fastur, þar sem hluti af honum fauk og olli hættu fyrir aðra í umferðinni.

Sæbjörg

bb@bb.is

DEILA