Ætlar að fjalla sérstaklega um hús á Vestfjörðum

Edinborgarhúsið á Ísafirði.

Það eru margar fallegar byggingar á Ísafirði sem byggðar eru eftir teikningum frá frægum arkitektum. Í dag ætlar einn þeirra að stíga á stokk í Eymundsson á Ísafirði. Ekki þó einn þeirra arkitekta sem teiknuðu hús í firðinum heldur ein úr sömu starfsstétt. Það er hún Birgit Abrect arkitekt sem er komin vestur til að kynna bók sína: Arkitektúr á Íslandi. Í bókinni eru kynntar 170 byggingar úr öllum landshlutum Íslands en í kynningunni í bókabúðinni klukkan 17 í dag ætlar Birgit að fjalla sérstaklega um þau hús sem standa á Vestfjörðum, til dæmis Edinborgarhúsið á Ísafirði og Gamla sjúkrahúsið á sama stað. Öllum er velkomið að koma og fræðast um íslenska og vestfirska byggingarlist og fá áritun frá höfundi.

Sæbjörg
bb@bb.is

DEILA