Sveitarfélagið Vesturbyggð auglýsir þessa dagana eftir aðilum sem eru tilbúnir að sitja í stýrihópum vegna endurskoðunar aðalskipulags sveitarfélagsins frá árinu 2018 til 2030. Aðalskipulag er skipulagsáætlun sem nær til alls lands sveitarfélagsins og þar er sett fram stefna um framtíðarnotkun lands og fyrirkomulag byggðar.
Auglýst var fyrst eftir aðilum til að koma að þessu verkefni í vor en málið var svo sett á frest framyfir kosningabaráttu og kosningar. Er þetta verklag liður í að auka íbúalýðræði í sveitarfélaginu og er þetta gott tækifæri fyrir hagsmunaaðila og íbúa að koma strax að borðinu og taka þátt. Fólki gefst kostur á að velja milli málefnahópa sem þau myndu vilja koma að í þessari vinnu og er hópunum skipt niður í eftirfarandi málefni:
Atvinnulíf og samgöngur
Orku og auðlindamál
Byggð, menning og samfélag
Umhverfismál og náttúruvernd
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu starfi er bent á að senda tölvupóst á netfangið lilja@vesturbyggd.is fyrir 24.ágúst næstkomandi og tilgreina í hvaða hóp þau vilja starfa í. Áætlað er að halda um það bil 3 fundi í hverjum hópi þar sem málefnin eru rædd.
Aron Ingi
aron@bb.is