Töfragangan klukkan 12 í dag

Frá Tungumálatöfrum í fyrra.

Í dag, 11. ágúst, klukkan 12 á hádegi eru allir velkomnir í skrúðgöngu og á fjölskylduskemmtun þar sem fjölbreytileikanum er fagnað. Það verður gert í Töfragöngunni en hún markar lok námskeiðsins Tungumálatöfra sem hefur verið á Ísafirði undanfarna daga. Tungumálatöfrar er sumarnámskeið fyrir fjöltyngd börn. Markmið þess að búa til málörvandi umhverfi í gegnum listkennslu. Námskeiðið er hugsað fyrir íslensk börn sem hafa fæðst erlendis eða flutt til annarra landa og börn af erlendum uppruna sem hafa sest að hér á landi. Það er þó opið öllum börnum.

Í Töfragöngunni sem hefst hjá Edinborgarhúsinu munu lúðrar og trommur leiða gönguna niður í Suðurtanga þar sem verða bátafleytingar, söngur, snú snú, fuglafit, andlitsmálning, hennamálun og matarupplifun.

Fólk er hvatt til að koma í búningum og vera með flögg í skrúðgöngunni. Börnin munu syngja í skrúðgöngunni og við skorum á lesendur að horfa á þau æfa sig hérna, án þess að komast við yfir þessum glæsilegu krökkum.

Sæbjörg

bb@bb.is

DEILA