Gangagröftur gekk vel í vikunni sem var að líða og lengdust göngin um 88,0 m og er þá orðin 2.821,9 m sem er um 53,2% af heildarlengd.
Í all langan tíma hafa göngin verið nokkuð þurr en á laugardaginn síðast liðinn lentu gangamenn í nokkuð góðri vatnsæð þar sem innrennslið mældist um 20 lítrar á sekúndu af 15,5 °C heitu vatni. Gert er ráð fyrir að rennslið minnki nokkuð með tímanum og hefur þetta innrennsli lítil áhrif á framvindu.
Annað var nokkuð hefðbundið, þ.e. unnið í fyllingar- og skeringarvinnu í Arnarfirði og Dýrafirði er verið að undirbúa fyrir aðstöðusköpun. Þá var bráðabirgðabrú yfir Hófsá tekin í notkun fyrir almenna umferð og í morgun var hafist handa við niðurrif á þeirri gömlu.
Sæbjörg
bb@bb.is