Nefnd hefur verið skipuð um byggingu fjölnota knattspyrnuhúss

Lengi hefur verið í umræðunni að byggja fjölnota knattspyrnuhús á Ísafirði og gaf skipulagsstofnun heimild til þess fyrr á þessu ári. Á síðasta bæjarstjórnarfundi í Ísafjarðarbæ lagði bæjarstjóri til að stofnuð yrði verkefnabundin nefnd um byggingu fjölnota knattspyrnuhúss.

Nefndin mun funda bráðlega í fyrsta sinn svo að engu skipulagi hefur verið komið á fót.

Í nefndinni sitja:

Aðalmenn:
Kristján Þór Kristjánsson
Sif Huld Albertsdóttir
Sigurður Hreinsson

Varamenn:
Elísabet Samúelsdóttir
Hafdís Gunnarsdóttir
Aron Guðmundsson

Ísabella
isabellaosk22@gmail.com

DEILA