Gestavinnustofur ArtsIceland í samstarfi við Menningarmiðstöðina Edinborg bjóða til listamannaspjalls og sýningar á verkinu „Magdalene,” í Edinborgarsal fimmtudaginn 12. júlí klukkan 17. Allir eru velkomnir á opunina. Léttar veitingar í boði.
Magdalene er hljóð- og myndræn innsetning sem tekur fyrir Magdalene Laundries (Magdalenu þvottahúsin). Það voru stofnanir sem tóku í vörslu sína konur sem voru á jaðri samfélagsins á Írlandi, oftast ógiftar konur og konur sem uppfylltu ekki venjubundin kyngervisviðmið. Í þvottahúsunum voru konurnar bókstaflega látnar þvo óhreinindin af samfélaginu sínu.
Verkið samanstendur af myndbandi innan úr rústum Þvottahúsi miskunsama samverjans á Cork á Írlandi og hljóðupptöku frá eftirlifanda úr þvottaþjónustunni (upptakan fengin úr Magdalene Oral History Project). Einnig er í verkinu samansafn af þvottahljóðum. Innsetningin biður áhorfendur af íhuga – og heyra, hvernig samfélög í dag þagga niður í konum.
Höfundur verksins er Mary King, sem undanfarnar vikur hefur dvalið við gestavinnustofur ArtsIceland á Ísafirði. Hún er upprunalega frá Bandaríkjunum en hefur verið búsett í Cork á Írlandi um hríð. Hún er tónskáld og hefur samið kammertónlist, kóratónlist, sinfóníur og hljóðblandaða raftónlist. Mary sinnir kennslu og rannsóknarstörfum við Háskólann í Cork, California Baptist University, UC Berkeley og Cambridge. Tónlist hennar hefur unnið til fjölda verðlauna og verið flutt víða í Bandaríkjunum og Evrópu. Dvöl hennar við gestavinnustofur ArtsIceland var styrkt af listaráði Írlands.
Sýningin verður opin til 15. júlí.
Sæbjörg
bb@bb.is