Laugardaginn 6. október 2018 verða 10 ár frá hruni en talan 10 er X í rómverskum tölum.
Þann dag hyggur grafíski hönnuðurinn Örn Smári Gíslason á að gefa út bókina Bolur Dagsins X ára eða The Daily T-Shirt X Year Anniversary eins og hún heitir uppá ensku en hún verður á tveimur tungumálum. Örn Smári gefur bókina út sjálfur nái Karolina
Fund áheitasöfnun settu marki. Hann segir að það sé ótrúlegt að hugsa til þess hversu stutt sé síðan hrunið varð og athyglisvert að hugsa um hvað sumt virðist endurtaka sig á okkar landi. „Verkefnið varð til fyrir 10 árum síðan fyrir tóma tilviljun þannig. Það sótti á mig að teikna myndir og setja á boli og ég sendi tölvupóst á vini mína og fór að gera þetta daglega og dagsetti þetta. Fór að vinna þetta uppúr málum sem stóðu uppúr hverju sinni og snéri aðeins útúr málum. Í framhaldi af þessu bauðst mér til að blogga um þetta á Eyjunni og gerði það í töluverðan tíma. Svo gerði ég tilraun til þess að selja þetta í samstarfi við Margt Smátt. En við hrunið þá kipptu menn að sér höndum og sá business súrnaði um leið. En ég hélt áfram að gera þetta í nokkra mánuði samt sem áður.“ segir Örn Smári.
Örn Smári er ættaður frá Vestfjörðum og segist oft velta fyrir sér hvenær þau bönd slitni, þ.e. hvenær maður getur sagst vera Vestfirðingur og hvenær það hætti. Hann hefur ekki komið vestur í nokkur ár en stefnir á að heimsækja Flateyri næstu helgi. „Pabbi minn er fæddur á Bíldudal, Gísli Benjamínsson, hann var lengi skipsstjóri á Hval. Mamma mín er fædd á Þingeyri og alin upp þar og á Patreksfirði. „Ég var sendur vestur á firði sem barn og var þar í þrjár vikur, varði þeim tíma á Patreksfirði og Tálknafirði og er það með eftirminnilegustu vikum í minni æsku.“ segir Örn Smári að lokum.
Hægt er að kynna sér málið betur og styðja söfnina á eftirfarandi slóð: https://www.karolinafund.com/project/view/2139
Aron Ingi
aron@bb.is