Sunnudaginn 29. júlí kl. 16:00 bjóða bræðurnir Maksymilian, Mikolaj og Nikodem Frach Vestfirðingum á skemmtilega og fjölbreytta tónleika í Hömrum á Ísafirði.
Þeir eru ísfirskum tónlistarunnendum að góðu kunnir, hafa víða komið fram, einir og með öðrum og ávallt vakið mikla athygli fyrir frábæran tónlistarflutning.
Nú hafa þeir fengið til liðs við sig vini frá frá Póllandi Dorota Leonow og Moníku Butryn sem mynda með þeim strengjakvartett. Á tónleikum mun Mikolaj flytja meðal annars einleik á hinum fagra píanókonsert Chopins í e-moll en síðastliðið haust fluttu bræðurnir ásamt strengjakvartett seinni píanókonsert Chopins í f-moll við frábærar undirtektir.
Maksymilian Haraldur er 21 árs, lauk framhaldsprófi á fiðlu með glæsibrag frá Tónlistarskóla Ísafjarðar fyrir nokkrum árum, fór svo í Listaháskóla Íslands þar sem hann var nemandi Guðnýjar Guðmundsdóttur. Nú stundar hann BA nám í Tónlistarakademíunni í Kraká. Mikolaj Ólafur, sem er aðeins 18 ára, hóf píanónám hjá móður sinni Iwonu Frach við TÍ, lauk þaðan framhaldsprófi vorið 2017 og hélt þá eftirminnilega tónleika í Hömrum. Hann hefur verið við píanónám í Póllandi síðastliðið ár. Yngsti bróðirinn, Nikodem Júlíus, 15 ára, stundar fiðlunám hjá föður sínum við Tónlistarskóla Ísafjarðar og mun hefja nám hjá Guðnýju við Tónlistarskóla Reykjavíkur næsta vetur. Bræðurnir hafa fengið margar viðurkenningar og verðlaunir fyrir hljóðfæralaleik á mörgum alþjóðlegum tónlistarkeppnum.
Allir eru velkomnir á tónleika þessarar músíkölsku fjölskyldu og er aðgangur ókeypis. Frjáls framlög í ferðasjóð hljóðfæraleikaranna eru vel þegin.
Nánari upplýsingar veitir Max í síma 8497159