Um næstu helgi býður Golfklúbbur Ísafjarðar til Arctic Fish mótsins sem haldið verður 7. júlí á Tungudalsvelli. Arctic Fish mótið er höggleikur án forgjafar og punktakeppni en mótið er hluti af mótaröð Vestfiskra Sjávarútvegsfyrirtækja.
Sjávarútvegsfyrirtæki á Vestfjörðum standa árlega fyrir mótaröð í golfi samhliða þeim mótum sem þau styrkja í viðkomandi golfklúbbi. Þátttökurétt hafa þeir kylfingar sem eru félagar í golfklúbbi á Vestfjörðum. Þessi mót eru Arnarlax mótið GBB, Odda mótið GP, Arctic Fish mótið GÍ , Íslandssögu mótið GÍ, H.G. mótið GÍ, Jakob Valgeir GBO og Klofnings mótið GÍ.
Á Arctic Fish mótinu um helgina verður fyrirkomulagið þannig að verðlaun verða veitt fyrir 5 efstu sætin í höggleik án forgjafar í karlaflokki og kvennaflokki en 3.verðlaun í unglingaflokki og 5 efstu sætin í opnum flokki í punktakeppni.
Teiggjafir verða fyrir þá sem mæta á réttum tíma á teig og jafnframt ándarverðlaun, 6/15 og 7/16. 4 möguleikar. Ekki er þó hægt að vinna til verðlauna í báðum flokkum og dregið úr skorkortum viðstaddra í mótslok en þá verður líka grill í boði Arctic Fish við verðlaunaafhendingu.
Í mótaröð sjávarútvegsfyrirtækjanna verða keppendur að taka þátt í að minnsta kosti þremur mótum til að fá verðlaun, en haldin verða alls sjö mót. Stig eru gefin samkvæmt stigatöflu eftir því sæti sem viðkomandi kylfingur lendir í, og á síðasta móti í þessari mótaröð skulu verðlaunin veitt og stigameistarar í hverjum flokk krýndir.
Nú þegar hafa verið haldin tvö mót og staðan eftir þau er þannig að í flokki karla án forgjafar er Ernir Steinn Arnarson GBO efstur með 2850 stig, í flokki karla með forgjöf er Karl Ingi Vilbergsson GÍ efstur með 2362,5 stig. Hjá konum með og án forgjafar er Sólveig Pálsdóttir GÍ efst með 2700 stig. Í flokki karlar 55+ án forgjafar er Magnús Jónsson GBB efstur með 2362,5 stig og í flokki karla 55+ með forgjöf er Páll Guðmundsson GBO efstur og einnig með 2362,5. Hjá unglingum án forgjafar er Jón Gunnar K. Shiransson efstur með 3000 stig.
Sæbjörg
bb@bb.is