Anton Helgi, Anna Guðrún, Kristinn Þórir og Jón Gunnar klúbbmeistarar GÍ 2018

Verðlaunahafar í meistaramóti Golfklúbbs Ísafjarðar 2018.

Meistaramóti Golfklúbbs Ísafjarðar lauk þann 5. Júlí en mótið hófst þann 2 júlí. Aðstæður á golfvellinum voru nokkuð góðar og voru 31 keppendur skráðir til leiks í mismunandi flokkum. Mótið er hápunktur golfsumarsins hjá félagsmönnum Golfklúbbs Ísafjarðar. Verðlaunahafar voru eftirfarandi:

Í kvenna flokki sigraði Anna Guðrún Sigurðardóttir eftir spennandi bráðabana, í öðru sæti var Bjarney Guðmundsdóttir og í þriðja sæti var Sólveig Pálsdóttir.

Í fyrsta flokki sigraði Anton Helgi Guðjónsson, í öðru sæti var Gunnsteinn Jónsson og í þriðja sæti var Jón Hjörtur Jóhannesson.

Í öðrum flokki sigraði Ásgeir Óli Kristjánsson, sem var jafnframt að keppa í fyrsta sinn utan unglingaflokks í meistaramóti, í öðru sæti var Shiran Þórisson og í þriðja sæti var Julo Thor Rafnsson sem var að keppa í sínu fyrsta meistaramóti.

Í öldungaflokki sigraði Kristinn Þórir Kristjánsson, í öðru sæti var Tryggvi Sigtryggsson og í þriðja sæti var Finnur Veturliði Magnússon.

Í unglingaflokki sigraði Jón Gunnar Shiransson, í öðru sæti var Hjálmar Helgi Jakobsson og í þriðja sæti var Sigurður Darri Pétursson sem var að keppa í sínu fyrsta meistaramóti.

Í mótinu voru tvisvar sett vallarmet. Gunnsteinn Jónsson setti nýtt vallarmet og spilaði einn hring þann 4. júlí á pari vallarins, hann bætti með því tveggja daga gamalt met Antons Helga Guðjónssonar sem hafði áður í mótinu spilað á 73 höggum eða einu höggi yfir pari vallarins. Þess má geta að þetta vallarmet er nýtt þar sem í sumar breyttist völlurinn úr því að vera par 70 í það að vera par 72.

Næsta mót sumarsins hjá Golfklúbbi Ísafjarðar er Arctic Fish golfmótið sem haldið er í dag.

Sæbjörg

bb@bb.is

DEILA