Vel gengur að útbúa Pál Pálsson til veiða

Skaginn 3X vinnur nú hörðum höndum við uppsetningu á vinnsludekki um borð í Páli Pálssyni, en gert er ráð fyrir að togarinn verði tilbúinn til veiða fljótlega. Fyrirtækið sér um smíði og uppsetningu á vinnsludekki, kælibúnaði og búnaði til að koma aflanum í ker í lestinni. Búnaðurinn er allur af nýjustu gerð og hefur verið þróaður af Skaginn 3X, byggð m.a. á verkefnum unnum í samstarfi við Matís. Skaginn 3X hefur stundað mikla þróunarvinnu og notið góðs af rannsóknarstyrkjum úr samkeppnissjóðum eins og AVS rannsóknarsjóði í sjávarútvegi. Slík þróunarvinna er ávísun á tekjur framtíðar og því mikilvægar í rekstri framleiðslufyrirtækja í hátæknibúnaði.

Við slægingaraðstöðu er markmiðið að hámarka framleiðni og lágmarka meðhöndlun á aflanum. Með aukinni tækni og hagræðingu er vinnuaðstaða gerð vistvæn og lágmörkun á handtökum við aðgerð á fiskinum. Síðan er aflinn snögg kældur í RotexTM Onboard kælisniglum áður en honum er komið fyrir í lestinni, fullkældur til að tryggja bestu mögulegu aflagæði.

Gert er ráð fyrir „veiðafæratúr“ á næsta föstudag og Páll Pálsson verði tilbúin til veiða eftir næstu mánaðarmót.

Gunnar

DEILA