Vaðlaugin vinsæla í Musteri vatns og vellíðurnar, eða Sundlaug Bolungarvíkur hefur verið ónothæf nokkrum sinnum síðan hún var sett upp árið 2013 vegna vandræða með gúmmíkurlið sem klæðir laugina. Efnið hefur losnað upp og hefur verið að setjast í síubúnaðinn og varmaskiptabúnaðinn svo erfitt hefur verið að halda lauginni heitri. Nú hefur gúmmíkurlið verið fjarlægt og laugin máluð og verður tilbúin til notkunnar á laugardaginn. Gunnar Hallsson forstöðumaður laugarinnar sér þó fyrir sér að varanleg lausn væri að flísaleggja laugina og verður það hugsanlega gert á næsta ári. Gunnar hvetur fólk til að næra sig í afslappandi lauginni í sumar og að veðrið skipti engu máli þegar maður slakar á í lauginni.
Ísabella
Isabellaosk22@gmail.com