Ný bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar tók til starfa í dag og hélt sinn fyrsta bæjarstjórnarfund.
Kristján Þór Kristjánsson var kosinn forseti bæjarstjórnar og Daníel Jakobsson var kosinn formaður bæjarráðs. Aðrir í bæjarráði eru Arna Lára Jónsdóttir og Marzellíus Sveinbjörnsson.
Einnig var kosið í nefndir bæjarins. Formennsku í nefndum gegna.
Hafdís Gunnarsdóttir var kosin formaður fræðslunefndar,
Elísabet Samúelsdóttir var kosin formaður íþrótta- og tómstundanefndar, Ásgerður Þorleifsdóttir var kosin formaður Atvinnu- og menningarmálanefndar,
Sigurður Mar Óskarsson var kosin formaður Skipulags- og mannvirkjanefndar,
Marzellíus Sveinbjörnsson var kosinn formaður Hafnarstjórnar,
Tinna Hrund Hlynsdóttir Hafberg var kosin formaður velferðarnefndar,
Nanný Arna Guðmundsdóttir var kosin formaður umhverfisnefndar
Í kjörstjórn voru kosin, Björn Davíðsson, Díana Jóhannsdóttir og Kristján Ó. Ásvaldsson. Til vara voru kosin Anna Ragnheiður Grétarsdóttir, Ásgerður Þorleifsdóttir og Jóhanna Oddsdóttir
Yfirlit yfir fulltrúa í nefndum verður hægt að finna á heimasíðu Ísafjarðarbæjar.
Sæbjörg
sfg@bb.is