Myndasýning Tómasar á Kaffi Galdri, 19. júní

Tómas Guðbjartsson við Rjúkanda. Mynd: Tómas Guðbjartsson.

Þriðjudaginn 19. júní 2018 mun Tómas Guðbjartsson læknir og fossaáhugamaður vera með fyrirlestur um fossana upp af Ófeigs- og Eyvindarfirði. Fyrirlesturinn verður á Kaffi Galdri á Hólmavík. Þar verða einnig sýndar myndir sem Tómas og Ólafur Már Björnsson tóku af fossum í maí og jafnframt stutt myndskeið tekin með dróna.
Tómas hefur boðið aðalmönnum og varamönnum í sveitarstjórn Árneshrepps að mæta á fyrirlesturinn og skorar jafnframt á sem flesta Vestfirðinga að mæta, en sérstaklega íbúa Árneshrepps og Hólmavíkur.
Sýningin hefst klukkan 12 og stendur í 30 mínútur, þar á eftir verða umræður.

Sæbjörg
bb@bb.is

DEILA