Mikið fjör á Suðureyri á sjómannadaginn

Við eigum marga flotta ljósmyndara á Vestfjörðum. Þessa mynd tók Alexander Pálmi Oddsson.

Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur á Suðureyri 2-3. júní og höfðu íbúar sem og gestir nóg fyrir stafni, enda fjölbreytileg dagskrá í boði. Laugardagurinn hófst með hinu árlega Kvennahlaupi ÍSÍ og var bæði hægt að taka þátt í 2km eða 4km hlaupi. Hlaupið hófst stundvíslega klukkan 11:00 fyrir utan íþróttahúsið. Eftir það var kappróður á Lóninu og einnig var kynnt þar ný grein sem kallast stórpokahlaup en hlaup af slíku tagi eru ættuð frá austur Póllandi.

Kappróður er ómissandi á sjómannadag. Mynd: Alexander Pálmi Oddsson.
Það verða allir að vera vel pulsaðir á bryggjunni. Mynd: Alexander Pálmi Oddsson.

Sunnudagurinn var ansi viðburðarríkur og mikil dagskrá við höfnina. Þar var keppt í mörgum ómissandi keppnisgreinum sem einkenna sjómannadaginn, svo sem karahlaupi, kararóðri og fleiru og fleiru. Lokahnykkur dagskráarinnar var svo sigling um Súgandafjörð í boði smábátaeigenda.

Ingimar Aron

Eiginlega ætti keppni í kararóðri að vera á Ólympíuleikunum! Mynd: Alexander Pálmi Oddsson.
Fagnaðarlæti keppenda ætluðu engan endi að taka. Mynd: Alexander Pálmi Oddsson.

 

DEILA