Ljósmyndasýningin Frjáls á Hamingjudögum

Mynd eftir Brynhildi: Sólsetur á Húsavík í vor.

Brynhildur Sverrisdóttir sem er 14 ára listakona á Hólmavík mun opna sína fyrstu ljósmyndasýningu í tengslum við Hamingjudaga á Hólmavík föstudaginn 29. júní í Hnyðju. Sýningin ber nafnið Frjáls. Í samtali við blaðamann BB.is sagði Brynhildur að nafnið hefði komið út frá myndunum sem eru á sýningunni: „þetta eru svona myndir af náttúrunni mest, af laufblauðum, steinum og sólinni og sólsetrinu.“

Brynhildur og hundurinn Aska.

Brynhildur segist hafa byrjað að taka myndir af alvöru fyrir þrem árum síðan þegar hún fékk fyrsta símann sinn, „Þá byrjaði ég að taka fullt af fleiri myndum og er búin að gera það síðan. Svo er ég líka með myndavél sem að afi lánaði mér og tek stundum myndir á hana“. Brynhildur bar sigur úr bítum í ljósmyndakeppni Goðamótsins 2018 og segist stefna á að taka mun fleiri myndir í framtíðinni. Við hlökkum til að fylgjast með henni.

Brynhildur segist vera mjög spennt fyrir opnun sýningarinnar en einnig verður hægt að skoða sýninguna hennar á laugardeginum 30. júní á milli kl. 12-17.

Dagrún

doj5@hi.is

DEILA