Á tímabili var nokkuð algengt að sjá tilkynningar þess efnis á Ísafjarðarmarkaðnum að nokkrar hænur tækju sér göngutúra. Svo kom hundur, og eftir það hættu hænurnar að spássera. Nú er kanína nokkur tekin við, hvít að lit. Kanína þessi sést víða um bæ og oft eru einstaklingar ekki alveg öruggir á því hvort þarna sé kanína á ferð, eða hvort þeir hafi mögulega skellt aðeins of mörgum í sig. Kanínan kemur alls staðar við. En staldrar þó öðru hvoru svo hægt sé að mynda hana fyrir Ísafjarðarmarkaðinn. Ekki er ljóst hver tilgangur ferða hennar er, en hitt hefur komið fram, að hún á sér heimili í króknum. Þá vita menn það. Kanínan, sem hefur bara sömu þörf og við hin fyrir að sýna sig og sjá aðra, býr í króknum á Ísafirði.
Þar sem það hefur löngun loðað við blaðamenn BB að vera miklir meistarar í fréttasköpun í gúrkutíð þá taldist mikilvægt að færa fréttir af þessu. Að því sögðu óska blaðamenn og ritarar BB.is Vestfirðingum góðrar helgar.
Sæbjörg
sabjorg@gmail.com