Þær gleðifréttir hafa borist að Eggert Einer Nielson, sem er mörgum kær á norðanverðum Vestfjörðum, hafi loksins fengið íslenskan ríkisborgararétt. Eggert er fæddur á Íslandi árið 1957 og bjó hér á landi fyrstu sjö ár ævinnar og svo aftur síðustu átta ár. Eggert hefur verið áberandi í samfélaginu á Vestfjörðum og það var meðal annars hann sem kom Bláberjadögum í Súðavík á koppinn fyrir átta árum. Nú liggur fyrir að Eggert og fjölskylda hans þurfa ekki að kvíða framtíðinni heldur geta róleg skipulagt hana í nýja húsinu sínu í Súðavík. BB óskar Eggerti og fjölskyldu hans innilega til hamingju með þetta mikilvæga lokaskref sem ríkisborgararétturinn er.
Sæbjörg
sfg@bb.is