Næsta þriðjudag verður sérsýning í Ísafjarðarbíói á vegum framleiðenda verðlaunamyndar Benedikts Erlingssonar: Kona fer í stríð.
Sýningin hefst klukkan 17 en eftir myndina verða pallborðsumræður sem Ragnar Bragason leikstjóri og kvikmyndagerðarmaður mun stýra. Í pallborði verða auk Benedikts leikstjóra, Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi Vesturverks, Pétur Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og Tómas Guðbjartsson læknir.
Á sýninguna verður sérstaklega boðið öllum bæjarfulltrúum á Ísafirði og Bolungarvík en líka forsvarsmönnum VesturVerks og Vestfjarðastofu.
Miðaverð er aðeins 1000 krónur (í stað 1700 kr.)
Sæbjörg
sfg@bb.is