Sveitarfélagið Vesturbyggð auglýsir þessa dagana eftir bæjarstjóra og sveitarfélagið Strandabyggð eftir sveitarstjóra. Til Vesturbyggðar teljast byggðakjarnarnir Birkimelur á Barðaströnd, Bíldudalur og Patreksfjörður og sveitirnar Barðaströnd, Breiðavík, Hænuvík, Ketildalir, Látrar, Rauðisandur og Suðurfirðir. Í Strandabyggð búa rúmlega 450 íbúar og er Hólmavík þéttbýlisstaðurinn.
Það er fyrirtækið Hagvangur sem sér um að veita frekari upplýsingar um málið og sótt er um stöðurnar í gegnum heimasíðu fyrirtækisins, www.hagvangur.is
Þess má geta að búast má við að bæjarstjóra og sveitarstjórastöður verði auglýstar fljótlega á Ísafirði, Tálknafirði og í Reykhólahreppi.
Umsóknarfrestur í Vesturbyggð er 2. júlí næstkomandi en 27. júní í Strandabyggð. Hægt er sjá frekari upplýsingar um sveitarfélögin á heimasíðum þeirra, www.vesturbyggd.is annars vegar og hinsvegar www.strandabyggd.is
Aron Ingi
aron@bb.is