Anna Sigríður Sigurðardóttir hefur verið ráðinn kennslustjóri við Lýðháskólann á Flateyri. Anna Sigríður hefur yfir 15 ára reynslu sem kennari í framhalds- og grunn-skólum víða um land. Auk þess hefur hún kennt fjölda námskeiða í spænsku í mála-skólum og víðar ásamt því að hafa starfað sem leiðsögumaður í hlutastarfi til fjölda ára. Hún sagði í samtali við blaðamann BB að starfið leggðist mjög vel í hana og henni þætti gaman að taka þátt í að búa til eitthvað nýtt. „Starfið felst í halda utan um kennarana og vera þeim innan handar og sjá um matið á starfinu og kennslunni og að allt fari fram innan einhvers faglegs ramma, þó svo að þetta eigi að vera frjálst líka.“
Kennsla í Lýðháskólanum á Flateyri hefst um miðjan september en Anna Sigríður hefur störf um miðjan júlí. Hún segir að móttökur við skólanum hafi verið frábærar og að mikill kippur hafi komið í umsóknir um námið á lokasprettinum. „Þetta lítur vel út, það má segja að þorpið muni verða eins og nýtt, það koma fullt af nýjum íbúum. Ég flyt með börnin mín þrjú sem eru 13 ára, 8 ára og 4 ára. Þetta verður ný reynsla fyrir þau, við bjuggum þó á Ströndum í eitt ár, áður en yngsta barnið mitt fæddist þannig að þau hafa verið áður í sveit, þótt þetta sé ekki sveit þá er þetta öðruvísi en að búa í borginni.“ segir Anna Sigríður að lokum.
Aron Ingi
aron@bb.is