Bókasafnið á Ísafirði hefur tekið upp þá nýjung að bjóða börnum yngri en 6 ára upp á að fá sitt eigið bókasafnsskírteini. Það gleður eflaust mörg börn og eykur þau stolti og ábyrgð að geta farið sjálf í afgreiðsluna og fengið lánaða bók á sínu nafni. Það þarf ekki að fjölyrða um það hversu mikilvægt það er að lesa fyrir börn og leyfa þeim sjálfum að lesa. Bæði eykur það málskilning og ekki síður lesskilning, sem er undirstaða fyrir allt nám. Bókasafnið á Ísafirði hefur staðið sig vel í því að koma til móts við yngstu kynslóðirnar. Þar er að finna gott úrval barna- og unglingabóka. Og barnahornið heillar margan ungan því þar er mjög huggulegt að sitja og kúra sig með bók.
Að auki má benda á að á síðu Safnahússins á Ísafirði er að finna skemmtilegt rafbókasafn svo fólk þarf ekki einu sinni að gera sér ferð í kaupstað til þess að finna lesefni.
Sæbjörg
sabjorg@gmail.com