Á Þingeyrarvefnum, fréttavef allra Vestfirðinga, er sagt frá þeim skemmtilegu tíðindum að framleiðslufyrirtæki Bjarna Hauks Þórissonar, hafi keypt kvikmynda- og sjónvarpsréttinn að þríleiknum um Auði djúpúðgu. Fyrirtæki Bjarna er sænskt og nefnist Thorsson Produktion AB en sjónvarpsserían á að verða alþjóðleg. Fyrirhugað er að taka upp á Írlandi, Skotlandi og á Íslandi þar sem sögurnar þrjár, Auður, Vígroði og Blóðug jörð eiga að hafa gerst. Bjarni sagði í samtali við síðdegisútvarpið að hann væri mikill aðdáandi Auðar og hið kvenlæga sjónarhorn yrði lykilatriði. Margar sjónvarpsseríur hafa verið gerðar um karla sem víkinga en nú væri komið að konu.
Sæbjörg
sabjorg@gmail.com