Vesturbyggð styrkir einn nemanda til náms við Lýðháskólann

Vesturbyggð hefur nú fetað í spor Bolungarvíkur og Ísafjarðarbæjar og gert samning við Lýðháskólann á Flateyri þess efnis að sveitarfélagið auglýsir eitt skólapláss laust fyrir nemanda við skólann og um leið niðurgreiðir sveitarfélagið alfarið skólagjöld fyrir viðkomandi nemanda skólaárið 2018-2019.

Um plássið geta allir þeir einstaklingar sótt sem náð hafa 18 ára aldri í september á þessu ári og uppfylla eitthvert af eftirfarandi skilyrðum:

Einstaklingur búsettur í Vesturbyggð eða frá Vesturbyggð

Sótt er um skólaplássið á vef skólans. Þegar sótt er um er nauðsynlegt að í dálkinum Er fleira sem þú vilt að komi fram? sé tekið fram að umsóknin vísar á skólapláss auglýst af Vesturbyggð. Einnig skulu tengsl umsækjanda við Vesturbyggð tekin fram.

Ákvörðun um val á umsækjendum verður í höndum Lýðháskólans á Flateyri en ef þörf er á nánari upplýsingum um umsóknina eða annað, er velkomið að hafa samband við Helenu Jónsdóttur, skólastjóra Lýðháskólans á Flateyri í síma 661 7808 eða með tölvupósti á skolastjori@lydflat.is. Nánari upplýsingar um Lýðháskólann á Flateyri, námið og annað er að finna á vef skólans www.lydflat.is.

Sæbjörg

sabjorg@gmail.com

DEILA