Fjöldi landsmanna fylgdist spenntur með úrslitum kosninga í einu fámennasta sveitarfélagi landsins, Árneshreppi. Þar voru 46 á kjörskrá og 43 atkvæði talin, en 16 af þeim 18 sem fluttu lögheimili sitt til hreppsins fyrr í mánuðinum voru felldir af kjörskrá. Virkjanasinnar glöddust mjög þegar úrslit lágu fyrir en þau fóru þannig að Júlía Fossdal, Arinbjörn Bernharðsson og Guðlaugur Agnar Ágústsson fengu öll 24 atkvæði eða 55.81% hvert. Þau Björn Guðmundur Torfason og Eva Sigurbjörnsdóttir, sem hefur verið oddviti hreppsins, fengu 23 atkvæði hvort eða 53.49%.
Sæbjörg
sabjorg@gmail.com