Telur mikilvægt að Ísafjarðarbær fari að vinna saman sem ein heild

Kristján Þór Kristjánsson.

BB fór á stúfana og spurði efsta fólk á öllum listum í fjórðungnum, sem og fólk í persónukjöri, af hverju aðrir ættu að kjósa það. Kristján Þór Kristjánsson er þriðji maður á lista Framsóknarmanna í Ísafjarðarbæ og hans svar er á þessa leið:

„Ég hef mikinn áhuga á að leggja mitt af mörkum til að gera Ísafjarðarbæ að fjölsylduvænu sveitarfélagi sem eftirsóknarvert er að búa í. Ég er Hnífsdælingur og Vestfirðingur, fjögurra barna faðir, formaður barna og unglingarráðs Vestra í fótbolta, frístundabóndi og áhugamaður um gott samfélag. Ég tel mig duglegan, trúan skoðunum mínum og baráttumann fyrir Vestfjörðum. Ég hef bullandi trú á samfélaginu okkar og kostum þess.  Ég er í góðu liði Framsóknar sem hefur á að skipa flottri stefnuskrá. Liði sem er tilbúið að vinna fyrir samfélagið okkar af heilindum. Lið sem hefur reynslumikið fólk í bland við ungt baráttufólk sem vill búa hér fyrir vestan og berjast fyrir tilverurétti okkar og réttindum. Við viljum búa til fjölskylduvænt samfélag sem hugar að öllum í fjölskyldunni, leikskólabörnum, skólabörnum, framhaldsskólakrökkum, mömmum, pöbbum, öfum og ömmum. Ég tel mikilvægt að Ísafjarðarbær fari að vinna saman sem ein heild og að allir byggðakjarnar fái að njóta sín. Framtíðarsýn í fyrirrúmi X-B.“

Margrét Lilja

milla@bb.is

DEILA