Hið árlega sjómannadagskaffi Slysavarnardeildarinnar í Hnífsdal verður haldið á Sjómannadaginn, 3. júní kl. 15:00, í Félagsheimilinu í Hnífsdal.
Í samtali við Ómar Örn, hjá Slysavarnardeildinni í Hnífsdal segir að sjómannadagskaffið sé ein af stærri fjáröflununum hjá þeim, en líka ein sú skemmtilegasta. „Að venju munu veisluborðin svigna undan alvöru heimagerðum kræsingum, sem hnífsdalskar húsmæður og aðrir velunnarar hafa töfrað fram. Alvöru brauðtertur eins og amma gerði alltaf, dísudraumur frá hinni einu sönnu Dísu og alvöru upprúllaðar pönnsur.“
Margrét Lilja
milla@bb.is