Nú er lag að tjá sig um blessaðan Vestfjarðaveginn (nr. 60)

Reykhólar. Mynd: Árni Geirsson.

Íbúar Reykhólahrepps eru duglegir að mæta á íbúafundi og rýna saman í málefni líðandi stundar. Þann 17. maí kl. 17:00 ætla þeir að hitta norska verkfræðinga á vegum Multiconsult í Noregi, en þeir síðarnefndu hafa tekið að sér að rýna í vegakosti Vegagerðarinnar vegna Vestfjarðavegar nr. 60. Á fundinum geta íbúar Reykhólahrepps átt samtal við verkfræðingana og spurt þá spjörunum úr. Að auki verða ráðgjafar frá Alta á svæðinu, en þeir aðstoða Reykhólahrepp við þetta verkefni. Fundurinn hefst eins og áður segir kl. 17:00 og fer fram í matsal Reykhólaskóla.

Sæbjörg

sabjorg@gmail.com

DEILA