Mistur leggur sitt af mörkum til að styðja við starfssemi Restart á Ísafirði

Brauð sem geymt er á umhverfisvænan máta. Mynd af heimasíðu mistur.is

Sífellt fleiri eru að átta sig á því hversu mikilvægt það er að hugsa um umhverfið og minnka úrgang og rusl. Restart hópurinn á Ísafirði, sem stendur fyrir opnum viðburði í FAB LAB í kvöld, er mikilvægur hlekkur í þessari keðju. Þessi hópur sjálfboðaliða vill aðstoða fólk við að læra að gera við rafmagnstækin sín, símana og tölvurnar, vegna þess að haugurinn af ónýtum raftækjum í heiminum er nú þegar orðinn allt of stór.

Smáfyrirtækið Mistur vill leggja sitt af mörkum til að styðja við starfssemi Restart á Ísafirði, og býður þeim sem þangað mæta 15% afslátt af vörum sínum út maímánuð. Mistur selur hinar ýmsu vörur sem stuðla að bættu umhverfi og má nota í staðinn fyrir vörur úr plasti. Þar má nefna hina ýmsu hluti úr bambus, klúta sem koma í staðinn fyrir plastfilmur, margnota drykkjarílát og hársápur sem ekki koma í plastflöskum.

Sæbjörg

sabjorg@gmail.com
Hlekkur 1: https://www.facebook.com/events/805072879694441/

DEILA