Meirihlutinn í Ísafjarðarbæ féll í sveitarstjórnarkosningunum síðastliðna helgi.
Samkvæmt frétt á vef Rúv tapaði Í-listinn einu prósentustigi frá síðustu kosningum, sem varð til þess að flokkurinn fær nú fjóra í stað fimm bæjarfulltrúa. Sjálfstæðismenn héldu þremur fulltrúum á meðan framsóknarmenn fengu tvo og bæta þar við sig einum frá því í síðustu kosningum.
Margrét Lilja
milla@bb.is