Meirihlutinn hélt í Bolungarvík

Meirihlutinn hélt í Bolungarvík í sveitarstjórnarkosningunum um helgina. Samkvæmt vef Rúv fékk Sjálfstæðisflokkurinn og óháðir 53,3% greiddra atkvæða og hélt þar með fjórum bæjarfulltrúum í bæjarstjórn. Þetta er þriðja kjörtímabilið í röð sem Sjálfstæðisflokkur og óháðir heldur meirihluta. Máttur meyja og manna hélt einnig sínum þremur mönnum inni, en Framlag náði ekki að koma manni að með 8,4% fylgi.

Jón Páll Hreinsson, starfandi bæjarstjóri, var bæjarstjóraefni allra lista fyrir þessar kosningar, en hann var ráðinn árið 2016 af Sjálfstæðismönnum og óháðum.

Margrét Lilja

milla@bb.is

DEILA