Fimmtudaginn 10. maí kl. 16:00 bjóða gestavinnustofur ArtsIceland á Ísafirði í samvinnu við Menningarmiðstöðina Edinborg uppá listamannaspjall. Spjallað verður við margmiðlunarlistamanninn Cody Kauhl í Rögnvaldarsalnum í Edinborgarhúsinu. Á síðu viðburðarins er sagt frá því að Cody komi frá Bandaríkjunum og vinni með stafræna margmiðlun: „þar sem hann vinnur með fundin hljóð og myndir og blandar þeim saman með nánd mannsraddarinnar. Verk hans hafa verið sýnd á alþjóðlegum hátíðum, sem hátíðum í heimalandi hans. Cody útskrifaðist 2011 með B.M. í tónfræði og tónsmíðum og 2015 lauk hann meistaragráðu í tónsmíðum frá Háskólanum í Missouri. Aðgangur er ókeypis og öllum velkominn og boðið verður uppá léttar veitingar.
Sæbjörg
sabjorg@gmail.com