Landbankinn hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að afgreiðslutími nokkurra útibúa á landsbyggðinni verði styttur enn frekar. Þetta á meðal annars við um útibú bankans á Patreksfirði, þar sem aðeins verður opið á milli klukkan 12-15, í stað 9-16 eins og verið hefur. Ástæðan að baki þessum skerta opnunartíma segja aðstandendur bankans vera aðlögun að breyttum aðstæðum í bankaþjónustu. Viðskiptavinir noti stafrænar lausnar í auknum mæli til að sinna sínum viðskiptum við banka og fari þess vegna sjaldnar í útibú.
Á síðu Landsbankans segir jafnframt að: „Tækniþróun undanfarinna ára gerir það meðal annars að verkum að heimsóknum í útibú hefur fækkað og ýmsir þættir bankastarfssemi krefjast færra starfsfólks en áður. Landsbankanum er það engu að síður mjög mikilvægt að reka öflugt útibúanet.“
Breytingarnar munu taka gildi á tímabilinu 11.-29. júní og verða auglýstar í hverju útibúi fyrir sig.
Sæbjörg
sabjorg@gmail.com