Kosið verður til sveitarstjórnar, eins og flestum er kunnugt, laugardaginn 26. maí næstkomandi. Á Ströndum er allsstaðar persónukjör eða óhlutbundnar kosningar. Hér má finna upplýsingar um kjörstaði á Ströndum, en þeir eru þrír talsins.
Í Strandabyggð verður kjörstaður í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík, og verður hann opinn frá klukkan 10 til 17.
Í Kaldrananeshreppi verður kjörstaður í grunnskólanum á Drangsnesi og verður hann opinn frá klukkan 9 til 16.
Í Árneshreppi verður kjörstaður í félagsheimilinu í Trékyllisvík og verður hann opinn frá klukkan 9:30 til 17:30.
Samkvæmt 59. grein laga nr. 5/1998 segir um óbundnar kosningar: „Atkvæðagreiðsla við óbundnar kosningar fer fram með þeim hætti að kjósandi skrifar í kjörklefa á kjörseðilinn fullt nafn og heimilisfang aðalmanna á þann hluta kjörseðilsins sem ætlaður er fyrir kjör aðalmanna. Á þann hluta seðilsins sem ætlaður er fyrir kjör varamanna skal hann rita nöfn varamanna og heimilisföng þeirra í þeirri röð sem hann kýs að þeir taki sæti allt að þeirri tölu sem kjósa á.“
Dagrún Ósk / dagrun@bb.is