Næstu daga mun fara fram sviðsmyndavinna um framtíð landbúnaðar. Þá ætlar samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga, í samstarfi við KPMG, að halda vinnufundi á flestum landshornum, þó ekki Vestfjörðum. Markmiðið með þessum fundum er að fá fram skoðanir sem flestra á þeim þáttum sem munu skipta landbúnaðinn mestu máli á komandi árum. Þá er verið að meina byggðaþróun, sjálfbærni og tengsl bænda og neytenda. „Sviðmyndagreining er notuð sem tæki í stefnumótun en með henni er markmiðið að horfa fram á veginn og reyna að sjá fyrir þróun mála og aðvífandi breytingar,“ segir í tilkynningu á bondi.is. Fundirnir eru öllum opnir, sá fyrsti er haldinn á Hvanneyri 29. maí en svo liggur leiðin á Egilsstaði 30. maí, Laugarbakka 4. júní, Akureyri 5. júní, Hótel Sögu í Reykjavík 6. júní og seinasti fundurinn er á Hellu 7. júní.
Sæbjörg
sabjorg@gmail.com