Frambjóðendur Framsóknarflokksins í Ísafjarðarbæ sendu frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að Guðríður Matt Þorbjörnsdóttir, sem skipar annað sæti á lista Framsóknar í Ísafjarðarbæ, bað um að fá að víkja úr sæti sínu að kosningum loknum. Breyttar aðstæður hjá Guðríði eru ástæða þessa, en vegna atvinnumissis mun Guðríður flytja frá Ísafirði í sumar.
Í yfirlýsingunni kemur fram að það verði sjónarsviptir af því að missa Gullu í burtu en hún hefur verið öflug í kosningabaráttunni. Hún mun halda áfram að berjast með Framsókn fram að kjördegi. Kristján Þór Kristjánsson mun taka sæti Gullu og þannig munu frambjóðendur færast upp listann koll af kolli að kosningum loknum. Einnig kemur fram að þar sem svo stutt sé til kosninga sé auðvitað of seint að breyta framboðslistanum formlega. Engu að síður voru allir þeir sem skipa listann sammála um að tilkynna þessar breyttu aðstæður strax svo kjósendur viti nákvæmlega að hverju þeir ganga.
Hér má lesa yfirlýsinguna í heild sinni: