Býðst til að koma að fjármögnun rafstrengs og ljósleiðara frá Hólmavík til Árneshrepps

Frá Árneshreppi. Mynd: Hrafn Jökulsson.

Ítarleg umfjöllun er á vef MBL í dag um fyrirhugaða virkjun Hvalárs, sem Vesturverk hyggst reisa á Ófeigsfjarðarheiði í Árneshreppi. Í viðtali við Gunnar Gauk Magnússon, framkvæmdastjóra og einn eigenda VesturVerks, kemur fram hver jákvæð áhrif virkjunarinnar yrðu fyrir hreppinn, sem er sá fámennasti á landinu og býr sjálfsagt við einna verstu samgöngur og aðrar tengingar á landinu. Nú er gert ráð fyrir að leggja rafstreng og ljósleiðara frá Hólmavík alla leið inn á framkvæmdasvæðið, en Vesturverk hefur boðist til að koma að fjármögnun þeirrar framkvæmdar, í stað lítillar virkjunar sem fyrirhuguð var til að útvega það rafmagn sem þyrfti á framkvæmdasvæðinu. Það myndi umbylta raforku og fjarskiptamálum hreppsins strax.

Ítarefni:

Frétt á vef mbl.is: Býðst til að borga í lagn­ingu raf­strengs og ljós­leiðara frá Hólma­vík til Árnes­hrepps

Skýrsla RHA um mat á samfélagsáhrifum Hvalárvirkjunar á Vestfjörðum

Gunnar

DEILA