Í viku 16 voru grafnir 20 m í sjáfum veggöngunum. Vikan fór nær öll í að gera 3 hliðarrými, þ.e. tæknirými, neyðarrými og snúningsútskot, að þeim meðtöldum var graftarframvinda vikunnar 72,5 m.
Heildarlengd ganganna er því nú 1921,5 m, sem er 36,2 % af heildarlengd. Göngin hafa verið nánast þurr, aðeins smávægilegt dripp, nú er eitt marglitt setlag rétt neðan við miðjan stafn, því fylgir eilítil flögnun, en annars eru aðstæður góðar.
Allt efni úr göngunum hefur verið keyrt beint í vegfyllingar í Arnarfirði. Fyllingin nær nú rétt suður fyrir Mjólká. Í vikunni var einnig lögð braut fyrir búkollur meðfram núverandi vegi og gengið frá gátskjöldum á milli akreina og skilta.
Í Dýrafirði er farið að sjást í berg efst í forskeringunni.
Skemmtilegar myndir sem sýna framgang Dýrafjarðarganga:
Margrét Lilja
milla@bb.is