Meistaraprófsvörn um samfélagslega ábyrgð olíufyrirtækja

Melanie Jenkins. Mynd fengin af síðu Háskólaseturs.

Samfélagsleg ábyrgð olíufyrirtækja er afar áhugavert málefni. Undanfarið hefur Melanie Jenkins unnið að rannsókn á þessu efni í Haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. Þriðjudaginn 10. apríl mun hún verja meistaraprófsritgerð sína sem fjallar um skilning staðbundinna hagsmunaaðila á samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja í olíuiðnaði. Í ritgerðinni er talað sérstaklega um Harstad í Noregi í þessu samhengi. Leiðbeinandi Melanie við rannsóknina er Ilian Kelman, dósent við University College í London og dr. Auður Ingólfsdóttir sem er sérfræðingur við Rannsóknamiðstöð ferðamála.

Meistaraprófsvörnin hefst kl 16:00 og er opin öllum en nánari upplýsingar um ritgerðina má nálgast í enskum útdrætti á þessari slóð: https://www.uw.is/vidburdir/Skilningur_hagsmunaadila_i_Harstad_i_Noregi_a_samfelagslegri_abyrgd_fyrirtaekja_i_oliuidnadi/

Sæbjörg

sabjorg@gmail.com

DEILA