Í kvöld, mánudaginn 30. apríl, mun Hreppslistinn í Súðavík halda opinn fund á Jóni Indíafara frá kl. 17 til 19, þetta kemur fram á facebooksíðu viðburðarins
Tilefnið er sveitarstjórnarkosningar laugardaginn 26. maí 2018, en hugmyndin er að smala saman ferskum, frábærum og fljúgandi fimum hugmyndum og frambjóðendum fyrir Hreppslistann næstu fjögur árin. Hreppslistinn leitar sumsé að drífandi einstaklingum sem hafa skoðanir á samfélaginu og málefnum sem geta gagnast hreppnum. Framundan er uppröðun á lista og vinna við stefnuskrá, sem lögð verður fram í aðdraganda kosninga.
Á fundinum verður kosin uppstillinganefnd fyrir komandi kosningar.
Á eftir verður pizzahlaðborð hjá Pétri og Arnari á Jóni Indíafara, sem verður svo í kjölfarið opinn fram á kvöld til að gíra sig upp fyrir 1. maí.
Sæbjörg
sabjorg@gmail.com